12. maí 2004

I´m going slightly mad...



Frederik og Mary i Tasmanien
Kongeligt Bryllup i Danmark
Fest på Christiansborg
Live - Brudeparret modtages på Rådhuset
Mary Elisabeth Donaldson
Bryllup - Højdepunkter
Den Tasmanske djævel
Frederik og Mary
Bryllupsshow i Tivoli
Danmarks kronprins
Galla på det kongelige teater 1. akt
Galla på det kongelige teater 2. akt
Galla på det kongelige teater 3. akt
Afgang fra det kongelige teater
Frederik og Mary - Danskerne fejrer brudeparret

...og þetta er einungis smá úrdráttur af sjónvarpsdagskránni hér í landi brúðkaupsmaníunnar. Svona hefur hún litið út alla síðustu viku og breytist lítið sem ekkert út núverandi viku þar til vitleysan nær hámarki á föstudagsmorgun (brúðkaupsdaginn) þegar útsending hefst klukkan 06:30 um morguninn og stendur óslitin til 2 að morgni næsta dags!

En ég ætti kannski ekkert að vera að kveinka mér yfir þessu. Ég hef það bara nokkuð gott svona miðað við. Aumingja Mary er hinsvegar ekki búin að gera annað allt síðasta ár en að sitja sveitt tíma í dönsku, danskri sögu og konunglegum háttum svo fátt eitt sé nefnt og er launaður svitinn með bombarderingu af beinum útsendingum af andlitinu á sér, 20 tíma á sólarhring í margar vikur núna rétt fyrir "Den festlige begivenhed".
Búið er að kanna hana og alla hennar fjölskyldu í bak og fyrir, athuga hvernig hún hagaði sér á leikskólanum, hvaða stráka hún kyssti í gaggó, hvort erfðasjúkdómar séu í ættinni, hvort hún sé nú ekki örugglega frjó, hvort hún sé nokkuð laumu-örfhent og þar fram eftir götunum.
Eins og það sé ekki nóg, hefur hún einnig þurft að skrifa undir plagg þar sem hún afsalar sér forræði yfir börnum sínum og Friðriks ef til þess kæmi að þau lifðu nú ekki hamingjusöm til æfiloka.
Stúlkugreyið!

En hey! Better her than me :)

Ég er þessvegna ákaflega fegin því í dag að hafa ekki lagt snörur mínar fyrir krónprinsinn þegar tækifæri gafst. Líklegast hefði nefninlega verið allnokkrum erfiðleikum háð fyrir Margréti Þórhildi að samþykkja mig sem tilvonandi tengdadóttur, þrátt fyrir áralangan vinskap okkar á milli. Og þó mér hefði mögulega tekist með dyggri aðstoð tengdafjölskyldu minnar að fela ákveðna atburði, gjörðir og fjölskyldumeðlimi fyrir dönsku pressunni þá hefði ég sannarlega stokkið frá borði við kröfu um undirskrift á fyrrnefndu plaggi.

Reyndar stend ég fast á því að nefnd konungsfjölskylda, já og í raun öll danska þjóðin ef út í það er farið, geti verið afar þakklát mér fyrir að hafa komið í veg fyrir kynni okkar Friðriks þar sem fátt væri jú óheppilegra en óhamingjusamur kóngur í ríki sínu. Er þá betra fyrir hann að vita ekki af hverju hann hefur misst í stað þeirra hræðilegu örlaga að geta ekki gengið að eiga mig og þurfa að lifa einn og óhamingjusamur í höllinni til enda sinna daga.
Sá ég mér því ekki annað fært en að fórna mér í þágu danska ríkisins, almennings og konungsfjölskyldunnar og leyfa Mary að gera eins vel og hún getur.

Poj poj ´skan!

Engin ummæli: