31. desember 2003

Jólin komin aftur.....

Vá hvað ég átti nettan dag í gær!
Fór að sjá LOTR 3....Aftur! Þessi mynd er náttlega bara frábær og mjög góður endir á frábærri trílógíu. Samt.............smá pæling: Hvað á maður eiginlega að gera næstu jól???

Fór eftir myndina og losaði bílinn minn úr prísundinni sem snjókoman hafði komið honum í á einhverju bílastæði í útjaðri borgarinnar...veit hreinlega ekki hvað maður er að þvælast þetta úr hundrað og einum.....það er náttlega einhver geðröskun að gera svoleiðis!

Fékk svo heimsókn um kvöldið og gekk frá málum sem löngu var kominn tími á að gera upp. Mjög ánægð með að hafa klárað það og sýnist á öllu að farsæli endirinn hafi skilað sér.

Í dag vaknaði ég svo eftir neyðarútkall næturinnar aftur í sveitinni en blessunarlega komst ég þaðan í menninguna í þetta sinn án þess að þurfa að blikka einhverja gröfumenn.
Ekki svo að skilja að það hafi ekki ákveðið skemmtanagildi að blikka gröfumenn....... ;)

Er svo bara búin að hafa það ótrúlega kósí í dag, familíuheimsókn og bíóferð og við diskódísin búnar að ganga ótrúlega frelsaðar bæði upp og niður laugaveginn í kvöld í góða veðrinu.

Gott að byrja nýja árið svona!

Engin ummæli: