Bíð nú með óþreyju og full eftirvæntingar eftir gullkorni frá föður mínum í kommentahólf síðustu færslu...
Koma svo, pabbi! Það er af svo mörgu að taka....
*fliss*
27. febrúar 2004
26. febrúar 2004
Djöfull er ég löt að blogga...
Sem er kannski ekki skrítið þar sem ég hef eiginlega ekkert að segja. Ekkert gerst merkilegt í fréttum undanfarið nema jú, starfsmannagleðin á "barnaheimilinu" er yfirstaðin. Ég get bloggað eitthvað um það...
Ég var að vinna laugardaginn fyrir festina og náði því að sofa alveg í 2 1/2 tíma áður en ég þurfti að vakna og mæta í skírn sem var á prógramminu alveg dónalega snemma þennan sama dag.
Mætti engu að síður "eldhress" og uppábúin í kirkjuna og þaðan í veislu sem var alveg hreint til fyrirmyndar í alla staði, enda leyfi ég mér að efast stórlega um að ég hafi nokkurntíman á æfinni borðað eins mikið á einum degi og þennan ágæta sunnudag. Um leið og ég var búin að gera fyrra veisluborðinu skil og komin heim úr skírninni var nefninlega kominn tími til að mæta í hlaðborðið á Chaplin.
Þetta þýddi náttúrulega það, að með allt þetta hreindýrapaté, kalkún, lax, rjómatertur, kjúkling, fajitas og fleira gúmmelaði í maganum, þá tókst mér ekki að verða nema rétt hífuð í staffapartýinu.
Sama hvað ég reyndi...
Skemmti mér engu að síður bara alveg hreint ágætlega með öllum gallafatabarbí-stelpunum og ljósabrúnu Ken-strákunum sem ég er að vinna með, mesta furða alveg hreint. Slógum köttinn úr tunnunni og svona....gaman að því.
Yfirgaf svo staðinn um þrjúleytið með Nico sem fylgdi mér heim þessa 300 metra frá Chaplin. Svona eru þeir miklir herramenn þessir dönsku drengir.
Vísaði honum svo út eftir að hann hafði klárað úr vatnsglasinu sem hann falaðist eftir að launum fyrir að fylgja mér heim og lufsaðist sjálf í háttinn.
Ómægod, ætli ég sé að verða náttúrulaus?? :S
Minntist allavega morguninn eftir þessa gullkorns sem rann uppúr góðvinkonu minni hér um árið og hljómar eitthvað á þessa leið:
"Gredda er góð! Gredda kemur frá gvuuuði!!"
En hann er líklega endanlega búinn að gefast upp á mér...
Ég var að vinna laugardaginn fyrir festina og náði því að sofa alveg í 2 1/2 tíma áður en ég þurfti að vakna og mæta í skírn sem var á prógramminu alveg dónalega snemma þennan sama dag.
Mætti engu að síður "eldhress" og uppábúin í kirkjuna og þaðan í veislu sem var alveg hreint til fyrirmyndar í alla staði, enda leyfi ég mér að efast stórlega um að ég hafi nokkurntíman á æfinni borðað eins mikið á einum degi og þennan ágæta sunnudag. Um leið og ég var búin að gera fyrra veisluborðinu skil og komin heim úr skírninni var nefninlega kominn tími til að mæta í hlaðborðið á Chaplin.
Þetta þýddi náttúrulega það, að með allt þetta hreindýrapaté, kalkún, lax, rjómatertur, kjúkling, fajitas og fleira gúmmelaði í maganum, þá tókst mér ekki að verða nema rétt hífuð í staffapartýinu.
Sama hvað ég reyndi...
Skemmti mér engu að síður bara alveg hreint ágætlega með öllum gallafatabarbí-stelpunum og ljósabrúnu Ken-strákunum sem ég er að vinna með, mesta furða alveg hreint. Slógum köttinn úr tunnunni og svona....gaman að því.
Yfirgaf svo staðinn um þrjúleytið með Nico sem fylgdi mér heim þessa 300 metra frá Chaplin. Svona eru þeir miklir herramenn þessir dönsku drengir.
Vísaði honum svo út eftir að hann hafði klárað úr vatnsglasinu sem hann falaðist eftir að launum fyrir að fylgja mér heim og lufsaðist sjálf í háttinn.
Ómægod, ætli ég sé að verða náttúrulaus?? :S
Minntist allavega morguninn eftir þessa gullkorns sem rann uppúr góðvinkonu minni hér um árið og hljómar eitthvað á þessa leið:
"Gredda er góð! Gredda kemur frá gvuuuði!!"
En hann er líklega endanlega búinn að gefast upp á mér...
25. febrúar 2004
Heimskonan ég!
Ó, hvað þetta lítur miklu betur út svona....
Miklu stærri rauð klessa og miklu meiri ró í sálinni minni þar sem mér hefur með þessu tekist að sannfæra mig um að ég sé ákaflega víðreist manneskja!
Hér fiffar maður svona
Það þarf ekki meira til að gleðja gamalt hjarta...
Miklu stærri rauð klessa og miklu meiri ró í sálinni minni þar sem mér hefur með þessu tekist að sannfæra mig um að ég sé ákaflega víðreist manneskja!
Hér fiffar maður svona
Það þarf ekki meira til að gleðja gamalt hjarta...
22. febrúar 2004
Afsakið hlé...
Vegna óviðráðanlegra orsaka, svo sem eins og tímabundinnar heilabilunar hefur verið lítið um gáfulega starfsemi í kollinum á mér undanfarið og þar af leiðandi ekki mikið í frásögur færandi á bloggið.
Geri mitt besta til að greiða úr þessu við fyrsta tækifæri.
Geri mitt besta til að greiða úr þessu við fyrsta tækifæri.
14. febrúar 2004
I´m late, I´m late, I´m very very late.....
Hafiði tekið eftir því að þegar fullt er að gera hjá manni og enginn tími virðist vera til neins og allt er að fara fjandans til af því að það eru einungis 24 tímar í sólarhringnum, þá nær maður samt að gera alveg fullt og á endanum tekst manni merkilega oft að klára það sem maður ætlaði sér.
Gaman þegar svoleiðis er!
Hinsvegar...þegar nógur tími er til að gera það sem er á "to-do" listanum, þá gerist annað af tvennu:
a) Tíminn líður og ekkert gerist fyrr en maður áttar sig á því að ef maður byrjar ekki núna, þá nær maður ekki að klára. Þá fer maður í gang og drífur allt í túrbógírinn og nær með naumindum að klára á síðustu stundu. Fjúkk!
eða....
b) Eins og í fyrri möguleikanum líður tíminn án þess að nokkuð gerist. SVo kemur sú örlagaríka stund að maður maður verði að byrja því annars nái maður ekki að klára, nema í þessu tilviki þá í staðinn fyrir að setja í gírinn, af algerlega óskiljanlegum ástæðum, þá gerir maður það bara ekki!
Þess í stað sannfærir maður sjálfan sig um að það sé miklu mikilvægara að gera allskonar ónauðsynlega hluti fyrst (s.s. að lakka táneglurnar, raða í bókhaldsmöppuna eða þrífa eldhúsið sem er ekkert skítugt) og þegar maður er orðinn uppiskroppa með tilgangslausa hluti að gera sest maður niður fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna og segir við sig á hálftíma fresti að núna ætli maður sko að byrja! En merkilegt nokk, þá bara gerist ekki nokkur skapaður hlutur!
Needless to say þá sit ég semsagt fyrir framan tölvuna núna, búin að lakka neglurnar, sortera geisladiskana mína í stafrófsröð, skrifa lista yfir allt mögulegt og ómögulegt, vökva blómin, hreinskrifa glósur o.s.fr., o.s.fr.....en hey, það er allavega ekki hægt að segja að ég hafi setið aðgerðarlaus!
Er ekki til einhver svona þerapía fyrir fólk eins og mig?
Gaman þegar svoleiðis er!
Hinsvegar...þegar nógur tími er til að gera það sem er á "to-do" listanum, þá gerist annað af tvennu:
a) Tíminn líður og ekkert gerist fyrr en maður áttar sig á því að ef maður byrjar ekki núna, þá nær maður ekki að klára. Þá fer maður í gang og drífur allt í túrbógírinn og nær með naumindum að klára á síðustu stundu. Fjúkk!
eða....
b) Eins og í fyrri möguleikanum líður tíminn án þess að nokkuð gerist. SVo kemur sú örlagaríka stund að maður maður verði að byrja því annars nái maður ekki að klára, nema í þessu tilviki þá í staðinn fyrir að setja í gírinn, af algerlega óskiljanlegum ástæðum, þá gerir maður það bara ekki!
Þess í stað sannfærir maður sjálfan sig um að það sé miklu mikilvægara að gera allskonar ónauðsynlega hluti fyrst (s.s. að lakka táneglurnar, raða í bókhaldsmöppuna eða þrífa eldhúsið sem er ekkert skítugt) og þegar maður er orðinn uppiskroppa með tilgangslausa hluti að gera sest maður niður fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna og segir við sig á hálftíma fresti að núna ætli maður sko að byrja! En merkilegt nokk, þá bara gerist ekki nokkur skapaður hlutur!
Needless to say þá sit ég semsagt fyrir framan tölvuna núna, búin að lakka neglurnar, sortera geisladiskana mína í stafrófsröð, skrifa lista yfir allt mögulegt og ómögulegt, vökva blómin, hreinskrifa glósur o.s.fr., o.s.fr.....en hey, það er allavega ekki hægt að segja að ég hafi setið aðgerðarlaus!
Er ekki til einhver svona þerapía fyrir fólk eins og mig?
8. febrúar 2004
Jebbs, I did it!
Tókst að sjálfsögðu eins og mér einni er lagið að gera ótrúlegt drama úr litlu kreppunni minni sem ég minntist lítillega á hér á blogginu í gær. ;)
Alveg er það merkilegt þetta að geta ekki haldið sér saman þegar kemur að hlutum sem ég, manna best, veit að ég á bara að halda fyrir sjálfa mig. Veit sem er að þetta líður hjá og ég þarf ekkert að hafa neinar stórkostlegar áhyggjur af þessu öllu saman en stenst engu að síður ekki mátið og læt vaða í stað þess að bíða þar til veikleikinn gengur yfir og ég geti haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Alltaf hægt að stóla á að drama-genið virkjast um leið og lífið er orðið eitthvað óþarflega þægilegt!!
Alveg er það merkilegt þetta að geta ekki haldið sér saman þegar kemur að hlutum sem ég, manna best, veit að ég á bara að halda fyrir sjálfa mig. Veit sem er að þetta líður hjá og ég þarf ekkert að hafa neinar stórkostlegar áhyggjur af þessu öllu saman en stenst engu að síður ekki mátið og læt vaða í stað þess að bíða þar til veikleikinn gengur yfir og ég geti haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Alltaf hægt að stóla á að drama-genið virkjast um leið og lífið er orðið eitthvað óþarflega þægilegt!!
7. febrúar 2004
There has got to be more to life.....
....than chasing down every temporary high....to satisfy me
Þetta er alveg speki dagsins....já eða kvöldsins...vikunnar, eða eitthvað bara....
Það er búin að vera einhver ægileg lægð yfir landinu hérna hjá mér þessa síðustu daga og vikur eiginlega. Búið að votta fyrir smá nostalgíu gagnvart jólafríinu og ákveðnum atburðum þess og ég er agalega ringluð eitthvað svona inní mér.
Það sér það náttlega hvert mannsbarn að þetta er ekki jákvætt.
Þarf ótrúlega á því að halda að hella úr mér öllu ruglinu sem er í gangi í litla hausnum mínum við einhvern sem skilur hvað ég er að fara og dæmir ekki. Nú hljóma ég eins og ég sé að gera hverja rosalegu vitleysuna á fætur annarri....en það er einmitt það sem er að....ég er nebblega mjög meðvitað ekki að því!! Held ég hljóti endanlega að vera að tapa mér. Og það í þeim skilningi að mér finnst ég vera að týna sjálfri mér.
Það er að sjálfsögðu deginum ljósara að svona skynsemishegðun er algerlega úr karakter....
Mér er ekki lengur alveg sama :/
Needless to say, þá sökkar það feitt!!
Verst að eina manneskjan sem ég treysti fyrir þessu akkúrat núna, getur ekki verið alveg hlutlaus áheyrandi að þessu öllu saman því ég er búin að eyðileggja það. Týpískt!!
Þetta er alveg speki dagsins....já eða kvöldsins...vikunnar, eða eitthvað bara....
Það er búin að vera einhver ægileg lægð yfir landinu hérna hjá mér þessa síðustu daga og vikur eiginlega. Búið að votta fyrir smá nostalgíu gagnvart jólafríinu og ákveðnum atburðum þess og ég er agalega ringluð eitthvað svona inní mér.
Það sér það náttlega hvert mannsbarn að þetta er ekki jákvætt.
Þarf ótrúlega á því að halda að hella úr mér öllu ruglinu sem er í gangi í litla hausnum mínum við einhvern sem skilur hvað ég er að fara og dæmir ekki. Nú hljóma ég eins og ég sé að gera hverja rosalegu vitleysuna á fætur annarri....en það er einmitt það sem er að....ég er nebblega mjög meðvitað ekki að því!! Held ég hljóti endanlega að vera að tapa mér. Og það í þeim skilningi að mér finnst ég vera að týna sjálfri mér.
Það er að sjálfsögðu deginum ljósara að svona skynsemishegðun er algerlega úr karakter....
Mér er ekki lengur alveg sama :/
Needless to say, þá sökkar það feitt!!
Verst að eina manneskjan sem ég treysti fyrir þessu akkúrat núna, getur ekki verið alveg hlutlaus áheyrandi að þessu öllu saman því ég er búin að eyðileggja það. Týpískt!!