25. mars 2005

Einn, tveir og Ísland!

Jæja, þá er ég komin á Frónið.
Þrátt fyrir aðstæður er það nú alltaf ægilega notalegt að lenda á Keflavík og heyra fluffurnar segja:

"Góðir farþegar, velkomin heim!"

Öll Spánar-plön hafa því verið sett í pækil í allavega viku.

Fyrir áhugasama um hitting get ég upplýst að símanúmerið mitt er það sama og það hefur alltaf verið hér á landi....

Knús og kram,
Skrimslan

22. mars 2005

What doesn´t kill you, only makes you stronger...

Ef eitthvað er til í þessu óþolandi máltæki þá ætti ég vandræðalaust að geta tekið þátt í einhverri ógurlegri kraftakeppni mjög fljótlega. Og sigrað með yfirburðum!

Er samt frekar lítil í mér núna.
Við sjáumst líklega fyrr en varir, lömbin mín.

21. mars 2005

Rassálfa-syndrómið í hámarki

Afhverju er ég ekki farin að sofa?
Afhverju er ég ekki búin að pakka eins og moððerfokker í allan dag?
Afhverju er ég búin að vera í náttfötunum síðan í morgun?
Afhverju er ég að deyja úr leti þegar ég á að vera að gera allt annað en hanga á netinu?
Afhverju er ekki þjónustufólk í kringum hvern minn fingur?
Afhverju er ég ekki 90-60-90?

Getur einhver svarað mér þessu?
Því ég næ hreinlega bara ekki uppí þetta.

12. mars 2005

In memoriam

aim for a smile
slowblow

i´ve seen death as it sneeked up behind you
patiently taking it´s aim.
as it aimed for the spark in your eye
resistance from here looked so lame.

what used to scare me
is not worth one thougt
as I kling to the memorie of
pitchblack coffie and cigarette haze
while i aim for a smile on your face.

try to sit straight
at the side of your bed
and pour my thoughts straight down the drain.
when it pours i´d much rather get wet
than to shelter my thougts from the rain.

while i tune my guitar
to your amplified breath
and hum away thoughts of your death.
all i got left is one awkward embrace
my last aim for a smile on your face.

9. mars 2005

Lag dagsins...

er Carrie með Europe!

When lights goes down, I see no reason
For you to cry. We’ve been through this before
In every time, in every season,
God knows I’ve tried
So please don’t ask for more.

Can’t you see it in my eyes
This might be our last goodbye

Carrie, carrie, things they change my friend
Carrie, carrie, maybe we’ll meet again

I read your mind, with no intentions
Of being unkind, I wish I could explain
It all takes time, a whole lot of patience
If it’s a crime, how come I feel no pain.

8. mars 2005

Plan

Jæja, þá er litla Skrimslan komin með plan.

Hún er að flytja til Mallorca.

Um óákveðinn tíma.



Hún er búin að segja upp íbúðinni sinni og vinnunni í Viborg og mun þann 26. þessa mánaðar stíga upp í vél til Spánar, að því gefnu að hún verði búin að pakka lífi sínu niður í pappakassa og koma í geymslu.....einhversstaðar :/
Sjálfboðaliðar í flutningana og niðurpökkun eru meira en velkomnir frá og með 21.mars og 2-3 daga fram; Gisting og uppihald innifalið á meðan á dvölinni stendur :)

Skrimslan er komin með bæði vinnu og húsnæði á eyjunni og mun leggja sig alla fram við að hafa það frekar notalegt í sólinni sem manni skilst að láti sjá sig endrum og sinnum þarna suðurfrá.

Sólar- og sumarkveðja,
Skrimslan

Búið spil?

Jæja, samkvæmt þessu getur maður hreinlega aflýst kirkjuklukkunum.


Er farin í aflitun...what more can I do? :/
Leiter

7. mars 2005

Fallegustu börn í heimi!


Tumi og Davíð Sigurvinssynir með Skrimslu frænku
Janúar 2005

Ath. Ef hlustað er vel má heyra klingja í eggjastokkum undirritaðrar ;)

5. mars 2005

Þabbarasona!





Your Dominant Intelligence is Interpersonal Intelligence



You shine in your ability to realate to and understand others.
Good at seeing others' points of view, you get how people think and feel.
You have an uncanny ability to sense true feelings, intentions, and motivations.
A natural born leader, you are great at teaching and mediating conflict.

You would make a good counselor, salesperson, politician, or business person.



Bið ykkur sérstaklega að taka eftir setningunni " A natural born leader...."!!
Heimsyfirráð, here I come!

1. mars 2005

Vorið er komið

Þá er það orðið ljóst.
Vorboðarnir allir búnir að láta sjá sig.
Bjórafmælið yfirstaðið, hirðfíflin búin að halda sína árlegu hátíð og síðast en ekki síst flaug inn um gluggann hjá mér í gærkvöldi fyrsta danska mýfluga ársins!

Jeij!

Í tilefni þessa merka viðburðar fannst mér því ekki seinna vænna en að gera viðeigandi ráðstafanir og sit ég því hér í sófanum fyrir framan sjónvarpsskjáinn með dásamlega nýlakkaðar táneglur í hinum gríðarlega lekkera vorlit, Rosa Fuchsia. Eða svakableikum, fyrir þá sem ekki vita betur.

Þessar fréttir af árstíðaskiptunum virðast hinsvegar af einhverjum ástæðum ekki hafa borist veðurguðinum enn, því í dag kyngdi niður snjó lungann úr deginum!