Það er náttlega snilld að eiga frændur!! Því fleiri, því betra....sérstaklega þegar þeir eru með bíladellu á háu stigi eins og Selfyssingurinn!
Skrimsla: Já, ég veit nú samt ekki hvort ég næ að kíkja til ykkarí fríinu, ég verð ekki með bíl eða neitt :(
Selfyssingurinn: Það eru nú til bílar
Skrimsla: Nú, áttu einn auka handa mér?
Selfyssingurinn: Já, ef þú vilt þá get ég alveg lánað þér bíl
Skrimsla: Bíddu, eigið þið allt í einu 3 bíla??
Selfyssingurinn: Nei, fjóra
Þar með var því slegið föstu og skrimslan getur verið frjáls eins og fuglinn í fríinu sínu.
Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil.... tataraddaramm.. :)
29. september 2003
27. september 2003
Uppáhalds...
Báruljóð
Lítill kútur
lék í fjöru
og hló,
báran hvíta
barnsins huga
dró
Langrar ævi
yndi og vos
á sjó,
báran svarta
bylti líki
og hló
-Einar Bragi
Lítill kútur
lék í fjöru
og hló,
báran hvíta
barnsins huga
dró
Langrar ævi
yndi og vos
á sjó,
báran svarta
bylti líki
og hló
-Einar Bragi
25. september 2003
24. september 2003
Vefarinn mikli lagstur í pest
Ekki örvænta....ég er enn á lífi!!
Ekki nema naumlega þó....ligg eins og aumingi, lasin með einhverja óskilgreinda pest eða vírus sem læknirinn getur ekki fundið útúr! Fór heim frá honum í dag með leiðbeiningar um að liggja fyrir og bryðja verkjatöflur eins og smartís þangað til upplýsingar um sjúkleikann fást úr öllu því blóði sem maðurinn tappaði af mér í morgun. Þær fást hinsvegar ekki fyrr en á föstudaginn sem þýðir að þá verð ég búin að liggja í heila viku án þess að hafa hugmynd um hvað er að mér!! Dásamlegt alveg!!
Og að sjálfsögðu á besta tíma eins og alltaf. Ég sem er bókstaflega búin að búa uppá skóla síðustu vikur og vefa eins og vitlaus manneskja til að geta skilað verkefninu mínu á réttum tíma (réttur tími er senst í dag!) fæ að sjálfsögðu pest og allt fer fjandans til. Ojj ojj og aumingja ég!
Annað er nú ekki mikið í fréttum nema jú, frestur til að næla sér í krónprinsinn rennur út 8.október! Djö...og ég sem er veik og hef þar af leiðandi ekki orku í að sinna þessu. Jæja, hann giftist mér þá bara til vinstri í staðinn.........að vera danadrottning er örugglega skítadjobb!
....og ég frábið mér öll komment um refinn og berin!
Ekki nema naumlega þó....ligg eins og aumingi, lasin með einhverja óskilgreinda pest eða vírus sem læknirinn getur ekki fundið útúr! Fór heim frá honum í dag með leiðbeiningar um að liggja fyrir og bryðja verkjatöflur eins og smartís þangað til upplýsingar um sjúkleikann fást úr öllu því blóði sem maðurinn tappaði af mér í morgun. Þær fást hinsvegar ekki fyrr en á föstudaginn sem þýðir að þá verð ég búin að liggja í heila viku án þess að hafa hugmynd um hvað er að mér!! Dásamlegt alveg!!
Og að sjálfsögðu á besta tíma eins og alltaf. Ég sem er bókstaflega búin að búa uppá skóla síðustu vikur og vefa eins og vitlaus manneskja til að geta skilað verkefninu mínu á réttum tíma (réttur tími er senst í dag!) fæ að sjálfsögðu pest og allt fer fjandans til. Ojj ojj og aumingja ég!
Annað er nú ekki mikið í fréttum nema jú, frestur til að næla sér í krónprinsinn rennur út 8.október! Djö...og ég sem er veik og hef þar af leiðandi ekki orku í að sinna þessu. Jæja, hann giftist mér þá bara til vinstri í staðinn.........að vera danadrottning er örugglega skítadjobb!
....og ég frábið mér öll komment um refinn og berin!