18. desember 2004

Stjörnuspá dagsins í boði Mbl.is...

BOGMAÐUR
22. nóvember - 21. desember

Þetta verður spennandi dagur og þú ert að springa úr krafti. Nýir möguleikar og ný ævintýri bíða þín og þú getur varla á þér setið. Lífið er ljúft.

Hehehe...
Eitthvað hljómar þetta eins og ávísun á skandal í kvöld.... ;)


Þá eru jólin semsagt að bresta á og ég lendi á Keflavík í kvöld um klukkan 22:30 að staðartíma. Það er því ekki seinna vænna en að organísera móttökunefnd með blöðrum, lúðrablæstri og öðrum almennum fagnaðarlátum ásamt lögreglufylgd í bæinn.

Hlakka til að sjá ykkur öll, lömbin mín!


14. desember 2004

Áramót

Hérna.....hvað á að gera á gamlárs??

Vill ekki einhver bjóða mér í partý?

7. desember 2004

Fjórðungur úr öld að baki

Enn er einn og hálfur tími til stefnu fyrir þá sem vilja óska mér til hamingju með þennan stóráfanga í lífi mínu.
Tveir og hálfur fyrir þá Íslendinga sem staðsettir eru á Fróni og vilja vera með stæla ;)

Djöfull líður tíminn annars hratt. Mér finnst eins og það sé varla meira en ár síðan ég hélt upp á tvítugsafmælið mitt og finnst því í rökréttu framhaldi af því frekar óásættanlegt að ég hafi allt í einu elst um heil fjögur ár á aðeins einu ári!

Grenj!
Spurning hvort hamingjuóskir eru yfirhöfuð nokkuð viðeigandi....?

2. desember 2004

Heimilisleysi

Er ekki einhver þarna úti sem ætlar að fara til útlanda eða út á land yfir hátíðarnar og vantar einhvern (lesist: mig) til að passa íbúðina sína fyrir sig??

Er hrædd um að ég sé ekkert endilega að höndla það að vera gestur á heimili móður minnar og stjúpa um jólin...

Því eins og Viggó beibí, í hlutverki skrattans, sagði hér um árið:

"...´cause although heaven might be closed, I´m always open.
Even on christmas!"

Fullt hús stiga fyrir þann sem veit hvaðan þetta er komið!