Í fyrradag voru liðin 13 ár
Í gær var liðið ár
Í dag er svo bara þriðjudagur...
17. ágúst 2004
12. ágúst 2004
Opið hús
Sjúklega heitt í höllinni þessa dagana og því algerlega bráðnauðsynlegt að hafa alla glugga og dyr opna upp á gátt þegar maður er innivið. Þetta hefur þær óskemmtilegu afleiðingar í för með sér að húsið fyllist af flugum, fiðrildum og kóngulóm sem leita skjóls úr hitanum eða inní ljósið þessa dagana.
Þar sem mikil hetja hefur reglulega átt leið hjá höllinni undanfarið er þó enn ekki orðinn skortur á glösum á heimilinu, merkilegt nokk! Offíserinn hefur nebblega með ótrúlegri færni og íklæddur kamóflas-júníforminu náð að lauma sér fagmannlega að hverju grandalausu kvikindinu á fætur öðru og staðið í fjöldamorði á þeim fyrir mína hönd. Glæsilegt!
Þar sem ég er sannfærð um að leyndarmálið bakvið þennan stórkostlega árangur í björgunaraðgerðum undan áttfætlunum hljóti að vera téð júníform, hef ég því séð til þess að maðurinn mæti undantekningalaust í felulitunum þegar hann kemur í heimsókn! ;)
Jessör!
10. ágúst 2004
Hald sø
Þegar sumarið loksins er komið hingað til konungsríkisins er sjúklega gott að geta kælt sig aðeins niður.
Kasper, Nis og Dion hringdu og plötuðu okkur stúlkurnar með og við hentum okkur í bíkiníin og skelltum okkur með þeim niður til Hald Sø (sem er hér rétt hjá) og stungum okkur í vatnið.
Sjitt hvað það var næs!
Held hreinlega að ég ætti ekki í miklum erfiðleikum með að venjast þessu sko.
Svömluðum um í myrkrinu og kósuðum okkur í hitanum þar til mýið fór að verða óþægilega ágengt um miðnæturbilið.
Jafnvel spurning um að skella sér aftur í kvöld...
6. ágúst 2004
Allt að gerast!
Jebbs, við erum að tala um flugeldasýningar og jarðskjálfta og þessháttar.
-Og það á öllum mögulegum vígstöðvum.
Segjekki meir, segjekki meir....... ;)