31. desember 2003

Jólin komin aftur.....

Vá hvað ég átti nettan dag í gær!
Fór að sjá LOTR 3....Aftur! Þessi mynd er náttlega bara frábær og mjög góður endir á frábærri trílógíu. Samt.............smá pæling: Hvað á maður eiginlega að gera næstu jól???

Fór eftir myndina og losaði bílinn minn úr prísundinni sem snjókoman hafði komið honum í á einhverju bílastæði í útjaðri borgarinnar...veit hreinlega ekki hvað maður er að þvælast þetta úr hundrað og einum.....það er náttlega einhver geðröskun að gera svoleiðis!

Fékk svo heimsókn um kvöldið og gekk frá málum sem löngu var kominn tími á að gera upp. Mjög ánægð með að hafa klárað það og sýnist á öllu að farsæli endirinn hafi skilað sér.

Í dag vaknaði ég svo eftir neyðarútkall næturinnar aftur í sveitinni en blessunarlega komst ég þaðan í menninguna í þetta sinn án þess að þurfa að blikka einhverja gröfumenn.
Ekki svo að skilja að það hafi ekki ákveðið skemmtanagildi að blikka gröfumenn....... ;)

Er svo bara búin að hafa það ótrúlega kósí í dag, familíuheimsókn og bíóferð og við diskódísin búnar að ganga ótrúlega frelsaðar bæði upp og niður laugaveginn í kvöld í góða veðrinu.

Gott að byrja nýja árið svona!

27. desember 2003

Jólin

Komin og farin!
Stoppuðu stutt þetta árið.
Til hamingju með þau samt allir!

Kaffi eru náttlega bara brill !!

Tími opinberunarinnar er upprunninn...

FOKK!!

21. desember 2003

Ég er komin heim í heiðardalinn.....

...ég er komin heim með slitna skó,
komin heim til að heilsa mömmu,
komin heim í leit að ró.

12. desember 2003

Ein ég sit og sauma...

Ég er senst búin að sitja í allan dag uppá skóla, ein, í maraþon-saumaskap!

Núna, tveimur krögum, einum vasa og korseletti síðar er ég komin heim, gjörsamlega að niðurlotum komin.....já, það tekur á að handsauma hnappagöt, reikna út skáhorn og gera vasa með loki ef vel á að vera, skal ég segja ykkur!
Þetta er sko ekkert grín!

Afrekaði nú engu að síður að baka mér köku í kvöldmatinn þegar ég kom heim núna áðan því það var ekkert annað til í kotinu...dugnaðurinn er náttlega alveg með eindæmum á þessu heimili, ekki hægt að halda öðru fram ;)

Önnur eins lota framundan á morgun og í kjölfar hennar, matur með Erlu og áfengisafgreiðsla fram á rauða nótt. Lifi sollurinn..... og allt það þjórfé sem honum fylgir.

Jæja, kominn tími á draumalandið....er samt einhvernvegin nokkuð viss um að mig eigi ekki eftir að dreyma annað en títuprjóna og tvísaumsermar......hrmpff!

8. desember 2003

12 dagar í jólafílinginn!

Jæja, nú fer að líða að því að ég fari að hlakka til jólanna. Planið er að hefja tilhlökkunina um kvöldmatarleytið þann 20. desember næstkomandi, eftir lendingu á Íslandi og forsýningu á LOTR í boði litla frændans.

Fram að því er því miður ekki tími fyrir jólaspenning því það er of tímafrekt að hlakka til flutninganna sem áætlaðir eru þann 18. þessa mánaðar og IKEA-ferðarinnar sem óhjákvæmilega fylgir í kjölfar slíkrar umpólunar.
Ótrúlegt hvað er hægt að gleðjast yfir gardínukaupum!

Annars er lítið að frétta.....dagurinn loksins að kveldi kominn og annar í ammæli mættur á svæðið. Tók því rólega í dag og gerði mest lítið en skálaði í tilefni þessara merku tímamóta í margföldum CC í kók í boði Housum og Jens í vinnunni í nótt.
Fékk mér líka köku.
Gleði!
Vei!
Ojjjj!
Langar ekki að vera tuttugogfjögra........þetta er næstum að eyðileggja fyrir mér gardínukaupin, ég get svo svarið það!!

2. desember 2003

Ný könnun...

Könnunin að þessu sinni er tileinkuð karlpeningnum...

Diskódísin, this is for you...

Og þú getur kosið eins oft og þú vilt!!! ;)