28. október 2003

Naunaunaunau!!! Allt að gerast...!

Jæja, núna er búið að setja allt í gang í planinu ógurlega og ekki lætur árangurinn á sér standa. Get núna strokað vinnuleit af listanum því að sjálfsögðu var ég ekki lengi að sannfæra Brian beibí um að ég væri einmitt manneskjan sem hann alltaf hafði vantað á barinn hjá sér!

Finna vinnu......CHECK!

Þá eru íbúðamálin næst á dagskrá. Fór að skoða tvær íbúðir í dag en hvorug þeirra hentaði framtíðarlífstílnum sem ég hef hugsað mér að koma mér upp. Önnur var allt of lítil og hin allt of ljót. Arg! Held áfram leitinni að Höll Saumalandsins á morgun. Fer þá að skoða íbúð við Stærri götu hins heilaga Hans...haldiðekki að það væri fínt að búa þar?
Sjáum til....

Fleira er ekki í fréttum að sinni. Góðar stundir.



Kúl !

Ætla nú ekki að fara að fylla bloggið með einhverjum endalausum próf-niðurstöðum en af augljósum ástæðum stóðst ég bara ekki mátið með þetta:



vamp
You are Form 9, Vampire: The Undying.

"And The Vampire was all that remained on
the blood drowned creation. She attempted to
regrow life from the dead. But as she was
about to give the breath of life, she was
consumed in the flame of The Phoenix and the
cycle began again."


Some examples of the Vampire Form are Hades (Greek)
and Isis (Egyptian).
The Vampire is associated with the concept of
death, the number 9, and the element of fire.
Her sign is the eclipsed moon.

As a member of Form 9, you are a very realistic
individual. You may be a little idealistic,
but you are very grounded and down to earth.
You realize that not everything lasts, but you
savor every minute of the good times. While
you may sometimes find yourself lonely, you
have strong ties with people that will never be
broken. Vampires are the best friends to have
because they are sensible.


Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla

27. október 2003

testing testing....

Haukur Laukur Sparibaukur

26. október 2003

Dauði og drepsóttir.......grrrrrrrr!!!

Ég á, fjandinn hafi það, eftir að skjóta mig í hausinn hérna ef ég kemst ekki úr þessu helvítis krummaskuði fljótlega!!

Núna er planið að :

a) Kaupa bíl svo ég geti ferðast milli Skals og Viborgar og rúntað að vild svo ég missi ekki vitið!

b) Fá vinnu á einum af 3 börunum inní Viborg svo ég geti fengið skrifað, hrunið í það og drekkt sorgum mínum yfir að búa í þessum gvuðsvolaða útnára sem Jótland er!!

c) Finna íbúð í Viborg svo ég geti labbað heim til mín af maraþon-tjúttinu í stað þess að það kosti mig hönd og fót með leigara til smábæjar dauðans, þegar ég vil ekki einusinni fara þangað!

Sem afleiðingu af þessu á ég náttlega eftir að setja mig endanlega á hausinn, þannig að ef einhverjir velviljaðir ríkisbubbar/milljónamæringar lesa þessa síðu og eru til í að bjarga geðheilsu minni með fjárframlögum, þá endilega hafið bara samband á kommentakerfinu og reikningsnúmerið mitt verður sent um hæl.

Með fyrirfram þökk og góðar stundir,
Skrímsla

25. október 2003

...og þar hafið þið það! hmm.....

Enneagram Test Results
Type 1 Perfectionism |||||||||| 40%
Type 2 Helpfulness |||||||||||||| 51%
Type 3 Ambition |||||||||||| 50%
Type 4 Sensitivity |||||||||||||| 54%
Type 5 Detachment |||||| 24%
Type 6 Anxiety |||||||||||| 41%
Type 7 Adventurousness |||||||||| 31%
Type 8 Hostility |||||||||||| 48%
Type 9 Calmness |||||||||||||| 55%
Your Conscious-Surface type is 9w8
Your Unconscious-Overall type is 1w2
Take Free Enneagram Personality Test

Conscious self
Overall self
Take Free Enneagram Personality Test

24. október 2003

Nobody puts Baby in a corner!!!!!

Æ, hvað það var gott að vera til í fyrradag!

Við Erla röltum um í stórborginni Viborg og vindósjoppuðum af miklum móð í skítakuldanum sem nú er í Danaveldi. Hetjurnar við! Endaði reyndar með því að Erla sveik lit og fjárfesti í agalega skæslegu pilsi en ég hélt fast um budduna og við þá ákvörðun að fara nú aðeins að draga saman í öllum fjárútlátunum sem búin eru að "koma fyrir mig" síðustu vikur og mánuði. :/ Er agalega stolt af sjálfri mér!!
Eftir að hafa afsjoppað okkur á eina kaffihúsinu í Viborg og skolað niður einum bjór (ég) og heitu súkkulaði (Erla) örkuðum við í villuna við Sjálandsgötu og dóum úr þreytu!

Að deyja úr þreytu er að sjálfsögðu, eins og allt annað sem við stöllurnar tökum okkur fyrir hendur, gert með stæl! Við semsagt hlömmuðum okkur í sófann, breyddum yfir okkur teppi, komum okkur vel fyrir og ýttum á "play". Klassíkerinn "Dirty dancing" rúllaði svo næsta einn og hálfa tímann og hlýjaði okkur um hjartaræturnar, tærnar, fingurna og flest annað :) Lífið er ljúft þegar maður getur bara slappað af og horft á Patrick Swayze beran að ofan!

Þvílík dásemd sem þessi mynd er!!! Hefðum hreinlega getað spólað til baka og horft á hana aftur ef tíminn hefði ekki verið að hlaupa frá okkur. En plokkfiskurinn eldar sig ekki sjálfur, því er nú ver og miður.

Átum svo á okkur gat og restina í hádeginu í gær...Mmmmmmm!

Afhverju getur lífið ekki bara verið "Dirty dancing" og plokkfiskur....?

21. október 2003

Ojjj....

Lífið er vont þessa dagana! Hlutir gerast sem maður vildi að hefðu ekki gerst og svo gerir maður sjálfur hluti sem maður átti ekki að gera eða var ekki tilbúinn til. Samviskan alltaf að taka yfirhöndina og skilur mann eftir með sárt hjartað án þess að maður fái undirbúið sig.
Kannski er það samt bara hollt fyrir mig svona einu sinni að vera ekki búin að undirbúa mig fyrir að hrinda í framkvæmd skynsamlegri ákvörðun.....hmmm

Allavega, núna sit ég senst heima og hangi á netinu, ekki búin að borða neitt né sofa neitt af viti í 2 sólarhringa og velti mér uppúr því hvað það sé ömurlegt að vera skynsamur og samkvæmur sjálfum sér.

En það eru góðir tímar framundan...plokkfiskur á morgun hjá Erlu og vonandi ægilegt fyllerí um helgina.

Gaman...

10. október 2003

Sparnaðarleið

Ég var spurð að því um daginn hvernig það væri nú með öll þessi krem sem konur fjárfesta í og smyrja á sig villt og galið....kostaði þetta ekki hönd og fót?? ....það væri andlitskrem (að sjálfsögðu bæði dag- og næturkrem), boddílósjon, fótakrem, augnakrem og handáburður að ógleymdum naglabandaáburðum og fyrir og eftir ljósabaðakremum svo fátt eitt sé nefnt...

Jú, ég gat nú ekki annað en samþykkt að þetta kostaði nú sitt en hélt þó uppi þeirri sannfæringu minni að hvert þessara krema væri engu að síður alveg bráðnauðsynlegt og liður í því að halda í draumaprinsinn ef svo ólíklega vildi nú einhverntíman til að við findum hann....til lítils væri það nú að líta skítsæmilega út ef ekkert nema hreistur væri undir öllu sparslinu!!

Viðmælandi minn gat nú ekki annað en séð lógíkina í því en sat hugsandi lengi fyrir hönd okkar kvenna með sparnaðarhugmyndina að leiðarljósi þar til að allt í einu lifnaði yfir honum og hann kom sigri hrósandi með þessa gullnu tillögu:

"Er ekki bara hægt að framleiða eitt svona season-all krem???"

umhugsunarvert.......